Slóvakar taka upp evruna í dag

Evran dreifir úr sér
Evran dreifir úr sér Reuters

Örtröð var í bönkum í Slóvakíu í dag sem voru opnir á Nýársdag af sérstöku tilefni, til að gefa í fyrsta skipti út evrur. Slóvakía varð í dag 16 landið til að taka upp evruna, sem á einmitt 10 ára afmæli í dag. Eftir að Slóvakar hafa bæst í hópinn nota nú alls 330 milljónir Evrópubúa evruna.

Forsætisráðherra landsins, Robert Fico, lýsti blendnum tilfinningum við umskiptin í dag. „Við erum nú að kveðja slóvaska gjaldmiðilinn sem okkur þótti vænt um,“ hefur AP fréttastofan eftir honum. „Hluti af okkur, af slóvösku þjóðareinkenni, er nú farinn.“ Eftir sem áður var Fico einn sá fyrsti til að stinga brakandi nýjum 20 evru seðlum í veskið sitt í dag, úr hraðbanka sem settur var upp í þinghúsi Slóvakíu stuttu eftir miðnætti.

Slóvaska krónan verður enn í umferð samhliða evrunni fram til 16. janúar. Bankar verða opnir allar helgar fram að því til að umskiptin geti gengið sem hraðast fyrir sig.

Talið er að efnahagshrunið muni ekki síst hafa áhrif á viðhorf Austur-Evrópuþjóða um jákvæðar hliðar evrunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert