12 ára drengur sakfelldur fyrir að myrða móður sína

Tólf ára gamall drengur í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið fundinn sekur um að myrða móður sína  að yfirlögðu ráði.

Móðirin, sem hét Sara Madrid, hafði ávítað drenginn og slegið hann utanundir fyrir að vinna ekki húsverk, sem honum voru falin. Hann sótti þá byssu í skáp á heimilinu og skaut átta skotum á móður sína.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu, að saksókurum hefði tekist að færa sönnur á, að um ásetningsglæp hefði verið að ræða og drengurinn væri sekur um morð að yfirlögðu ráði.  Refsing piltsins verður ákveðin 23. Janúar. Samkvæmt lögum Arizona er ekki hægt að halda drengnum á upptökuheimili fyrir barnunga glæpamenn eftir að hann verður 18 ára.

Sambýlismaður móðurinnar, Alfonso Munoz, sá hvað gerðist. Sagði hann að dengurinn hefði látið sig fá byssuna á eftir. Munoz sagðist hafa kennt drengnum að skjóta úr byssu svo hann gæti varið sig

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert