Lifðu á fuglaælu í kæliboxi

Tveir karlar sem voru á hafi úti í 25 daga ofan í stóru kæliboxi segja að regnvatn og fuglaæla hafi halið þeim á lífi. Mennirnir sem eru taldir vera frá Búrma lentu í hremmingum þegar fiskveiðibátur þeirra bilaði í vondu veðri þann 23. desember. Þeim var bjargað við strendur Ástralíu og eru nú í yfirheyrslum hjá innflytjendaeftirlitinu.

Það þykir með ólíkindum að mennirnir hafi lifað af í svo langan tíma, langt á hafi úti og umkringdir hákörlum. „Við höfðum ekkert að borða í 10 daga. Svo komu tveir sjófuglar og ældu fiski á okkur, sex eða sjö smáfiskum og það var allt og sumt,“sögðu mennirnir sem eru 22 og 24 ára.  Þeir segja að 18 félagar þeirra frá Taílandi og Búrma hafi látist þegar báturinn þeirra sökk. Læknar eru fullir efasemda um að þeir hafi getað lifað svo lengi án ferskvatns en þeir voru við nokkuð góða heilsu.

Karlarnir í kæliboxinu
Karlarnir í kæliboxinu HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert