Obama aðstoðar íbúðareigendur

Um níu milljónir fjölskyldna í Bandaríkjunum munu hljóta aðstoð samkvæmt nýrri áætlun Barack Obama Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að taka á húsnæðisvandanum vestanhafs.

Markmiðið er að endurfjármagna skuldir hjá „ábyrgum íbúðareigendum“, en það nær til um fjögurra eða fimm millljóna Bandaríkjamanna.

Þá verður 75 milljarða dala stöðugleikahvati fyrir húsnæðiseigendur einnig kynntur til sögunnar, en tilgangurinn með  honum er að draga úr mánaðarlegum greiðslum hjá um þremur til fjórum milljónum Bandaríkjamanna.

Obama mun kynna áætlunina með formlegum hætti þegar hann flytur ræðu í Arizona síðar í dag.

Obama vill koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna og að …
Obama vill koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna og að hús verði sett á nauðungarsölu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert