Hvetja til minni stjórnsýslu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur stjórnvöld í Króatíu til þess að skera niður í opinbera kerfi landsins. 

Króatísk stjórnvöld „ættu að sækjast eftir minni, betur borgaðri, dýnamískari og skilvirkari opinberri stjórnsýslu á öllum stigum,“ er haft eftir sendinefndarfulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í skýrslu sem viðkomandi skrifaði eftir tveggja vikna dvöl sína í landinu til að leggja mat á aðstæður.

Skýrslan var birt fyrr í dag á vef seðlabanka Króatíu. 

Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins getur Króatíu þegar hafi umbæturnar á þessu ári þátt fyrir spár stjórnvalda þess efnis að efnahagur landsins muni dragast saman um 2% á þessu ári. 

Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að umbæturnar í stjórnsýslunni séu nauðsynlegar til þess að sanna að Króatía hafi þau verkfæri sem nauðsynleg séu til þess að landið standist alheimsfjármálakrísuna.

Alls vinna um 65 þúsund manns í stjórnsýslunni í Króatíu, en þá eru ekki taldir með allir bæjar- og héraðsstarfsmenn landsins. Íbúar landsins eru 4,4 milljón. Efnahagssamdrátturinn í landinu það sem af er ári neyddi stjórnvöld til þess að lækka laun um 6%. Króatísk stjórnvöld hafa heitið því að standa vörð um opinber störf þrátt fyrir efnahagssamdráttinn.

  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert