6% samdráttur í þýska hagkerfinu

Yfirmenn fimm helstu efnahagsstofnanna Þýskalands kynna efnahagsspána í Berlín í …
Yfirmenn fimm helstu efnahagsstofnanna Þýskalands kynna efnahagsspána í Berlín í dag. FABRIZIO BENSCH

Þýska hagkerfið mun skreppa saman um 6% á þessu ári og samdrátturinn mun halda áfram árið 2010, samkvæmt svartri spá sem gerð var fyrir efnahagsráðuneyti landsins. Einnig er talið að atvinnuleysi í Þýskalandi nái 10% á næsta ár og útflutningur muni dragast saman um 22,6%, en Þjóðverjar eru mesta útflutningsþjóð heims.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði áður spáð 5,6% samdrætti í þýska hagkerfinu og sagt að hvergi væri samdrátturinn jafn hraður og í Þýskalandi, að Japan undanskildu.

Síðasta spá sem gerð var fyrir efnahagsráðuneytið gerði ráð fyrir 0,2% jákvæðum hagvexti í Þýskalandi á þessu ári, en vegna heimskreppunnar hafa þær spár snarlega breyst. Talið er að það muni taka þýska hagkerfið um 5 ár að jafna sig eftir þennan mikla samdrátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert