Talinn hafa svipt sig lífi

Bandaríska lögreglan telur að David Kellermann, starfandi fjármálastjóri bandaríska íbúðalánasjóðsins Freddie Mac hafi svipt sig lífi á heimili sínu. Eiginkona hans lét lögreglu vita.

Kellermann hafði starfað fyrir sjóðinn í 16 ár en hann tók við stöðu fjármálastjóra í haust, þegar staða sjóðsins var skelfileg.

Þannig kom það fram í uppgjöri sjóðsins í mars sl. að tap sjóðsins á árinu 2008 væri ríflega 6.500 milljarðar króna.

Var þá einnig greint frá því að sjóðurinn hefði alls beðið ríkisstjórnina um rúmlega 4.000 milljarða króna aðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert