Fyrsti norðhvalurinn veiddur

Mynd af grænlandssléttbak á færeysku frímerki.
Mynd af grænlandssléttbak á færeysku frímerki.

Fyrsti norðhvalurinn, eða grænlandssléttbakurinn í 37, kom á land í Qeqertarsuaq á Grænlandi í dag. Þessi hvalategund hefur verið friðuð frá árinu 1932 þar til nú en Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í fyrra að Grænlendingar fengju 2 dýra kvóta árlega í fimm ár. Enginn sléttbakur veiddist í fyrra en kvótinn færðist milli ára. 

Hvalurinn, sem veiddist í dag, var 14 metra langur og 40 tonn að þyngd, að sögn fréttavefjarins sermitsiaq.gl. Qeqertarsuaq var á 19. og 20. öld miðstöð norðhvalaveiðanna á Grænlandi þar til þessi hvalategund var friðuð í Norður-Atlantshafi árið 1932. Árið 1973 fengu veiðimenn í bænum þó leyfi til að veiða einn grænlandssléttbak í tilefni af 200 ára afmæli Qeqertarsuaq og er hauskúpan úr þeim hval nú einskonar bæjarhlið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert