Berlusconi snupraður í fjölmiðlum

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi Reuters

Ítalska dagblaðið  Avvenire, sem er mjög kaþólskt, snupraði forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Silvio Berlusconi, í ritstjórnargrein vegna áhuga hans á ungum fegurðardísum.

Sagði í leiðara blaðsins í dag að Berlusconi væri veikur fyrir ungum leikkonum og hvatti ráðherrann til þess að bæta ráð sitt.

Segir í leiðaranum að blaðið vonaðist til þess að betri leiðtogi myndi finnast, leiðtogi sem veit betur hvað hann er að gera og hvað eigi við þjóðarsálina. 

Berlusconi og eiginkona hans, Veronica Lario, hafa bæði fengið sér lögfræðinga til að annast skilnað þeirra hjóna. Velta ítalskir fjölmiðlar fyrir sér hvort Lario muni fara fram á skaðabætur frá Berlusconi en fjölskylduauður þeirra er metinn á 6,5 milljarða evra.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert