Hermenn gera uppreisn í Georgíu

Varnarmálaráðherra landsins segir að uppreisnarmennirnir hafi viljað myrða Mikhaíl Saakashvílí, …
Varnarmálaráðherra landsins segir að uppreisnarmennirnir hafi viljað myrða Mikhaíl Saakashvílí, forseta landsins, sem hér sést. Reuters

David Sikharulidze, varnarmálaráðherra Georgíu, segir að yfirvöld í landinu hafi komist að því að herinn hafi ætlað að ræna völdum í landinu. Eftir að yfirvöld greindu frá þessu gerðu hermenn uppreisn í herstöð sem er skammt frá Tblisi, höfuðborg landsins.

Haft er eftir rússneskum stjórnvöldum í fjölmiðlum að uppreisnarmennirnir hljóti að vera með óráði. 

Varnarmálaráðherrann segir að uppreisnarmennirnir vilji koma í veg fyrir NATO-heræfingu sem á að hefjast í Georgíu á morgun.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir í samtali við breska ríkisútvarpið að uppreisnarmennirnir vilji koma á óstöðugleika í landinu og myrða Mikhaíl Saakashvílí, forseta landsins.

Einn hefur verið handtekinn en leiðtogi hópsins, sem er fyrrum yfirmaður sérsveitanna, gengur enn laus.  


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert