Krókódílar drepa níu börn

AP

Krókódílar hafa drepið að minnsta kosti níu börn í Kwanza-Sul héraði í Angóla á undanförnum vikum. Þá hafa krókódílar ráðist á konur sem hafa verið að sækja vatn. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt upplýsingum fjölmiðla í Angóla má rekja árásirnar til þess að lokun vatnsleiðslu hafi neytt íbúa svæðisins til að sækja vatn á þekkt krókódílasvæði í ánni Keve.

Börnin sem látið hafa lífið í árásum krókódíla á svæðinu að undanförnu voru á aldrunum 10 til 16 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert