Suu Kyi sögð alvarlega veik

Reuters

 Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma er nú sögð alvarlega veik. Greint var frá því í gær að hún verði sótt til saka af herforingjastjórn landsins, vegna heimsóknar bandaríks manns á heimili hennar.

Maðurinn synti yfir vatn sem liggur að húsi hennar og hélt þar til í tvo daga. Stuðningsmenn Suu Kyi segja hana þó ekki hafa hitt manninn.

Suu Kyi þjáist af lágum blóðþrýstingi, ofþornun og borðar vart. Talsmaður hennar, Nyan Win segir að hann sé mjög áhyggjufullur um líðan hins 63 ára ára nóbelsverðlaunahafa. Hún fær nú næringu í æð. Suu Kyi hefur verið  í stofufangelsi nánast síðan hún var handtekin árið 1990.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert