Forseti Suður-Kóreu hittir Bandaríkjaforseta

Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu
Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu AP

Forseti Suður-Kóreu hittir Bandaríkjaforseta í dag vegna hótana Norður-Kóreu um að kjarnorkuvopnaframleiðslu. Tugir þúsunda mótmæltu í gær í Norður-Kóreu áformum Sameinuðu Þjóðanna um refsiaðgerðir vegna tilraunaskota landsins þann 25.maí.

Áður en hann fór frá Seoul sagði forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-bak, að hann styddi ákall Obama um kjarnorkuvopnalausan heim. Hann sagði hins vegar í viðtali við Wall Street Journal að á þessu tímapunkti horfðust þeir hins vegar í augu við að Norður-Kórea væri að reyna að verða kjarnorkuveldi og að það væri spurning sem þyrfti að svara núna.

Lee hitti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, í gær og á eftir að hitta aðra háttsetta embættismenn í þriggja daga heimsókn sinni.

Sérfræðingar segja að það sé líklegt að Bandaríkin ítreki í heimsókn Lee að ef það komi til átaka milli landanna muni Bandaríkin vernda Suður-Kóreu.

Bandaríkin hafa haft herlið í Suður-Kóreu allt frá lokum átakanna 1953 og eru um 28.500 hermenn þar núna. Þeir sem eru í kringum landamærin eru allir í viðbragðsstöðu. Flotanum hefur einnig verið skipað að halda uppi miklu eftirliti með skipum frá Norður-Kóreu og kanna hvort þau flytji kjarnavopn eða tækni sem nýtist í kjarnorkuvísindum. Herskipunum ber hins vegar að biðja um leyfi til leitar og á ekki ryðja sér leið, samkvæmt heimildum New York Times. Ef skipin veita ekki leyfið verður þeim fylgt til næstu hafnar. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sagt að ef brotist verður um borð í skip landsins verði litið á það sem stríðsyfirlýsingu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert