Mousavi kvartar undan ritskoðun og höftum

Reuters

Leiðtogi mótmælenda í Íran, Mir Hossein Mousavi, segir að þeir sem séu bak við kosningasvindlið séu ábyrgir fyrir blóðsúthellingunum í mótmælum undanfarna daga.

Í djarfri yfirlýsingi á vef sínum biður Mousavi um að fyrirhuguð mótmæli fari fram á þann hátt að þau skapi ekki spennu.

Hann kvartaði sömuleiðis undan algerum höftum á aðgangi sínum að þjóðinni og að fjölmiðlar hans sæti ritskoðun og kúgun. Starfsfólk þeirra hafi meðal annars verið handtekið.

Fréttaritari BBC í Teheran segir yfirlýsinguna vera beina áskorun við æðstaklerkinn, Ayatollah Khamenei.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert