Svarti kassinn fundinn

Airbus 310-300
Airbus 310-300 THOMAS NOACK

Flugriti, hinn svokallaði svarti kassi, flugvélar flugfélagsins Yemenia sem hrapaði í fyrrinótt í Indlandshaf nokkra kílómetra undan ströndum Kómoreyja er fundinn. Munu aðgerðir við að sækja hann hefjast í dag. 

Er þetta samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum.

Svartir kassar flugvéla, sem reyndar eru hvorki svartir né ferhyrndir, hafa að geyma upplýsingar um framvindu flugferða. Vonast er til að kassi Airbus 310 vélar Yemenia-flugfélagsins geti veitt upplýsingar um hvað olli því að vélin hrapaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert