Fleiri kusu í Bandaríkjunum

Ungir blökkumenn mættu sérstaklega vel í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum.
Ungir blökkumenn mættu sérstaklega vel í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Reuters

Kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra voru fimm milljónum fleiri en í kosningunum árið 2004. Munurinn lá að mestu í auknum fjölda blökkumanna og fólks af latneskum uppruna sem mætti á kjörstað. Tölur um þetta birtust í dag.

Blökkumenn mættu einnig best á kjörstað af ungum kjósendum. 55% ungra blökkumanna á aldrinum 18-24 ára, sem eru skráðir kjósendur, mættu á kjörstað og er það 8% aukning frá síðustu kosningum. 65% blökkumanna greiddu atkvæði í heild sem er fjögurra prósentustiga hækkun.

Mæting hvítra kjósenda á kjörstað var hins vegar einu prósentustigi lægri en í fyrri kosningum en var þó 66% sem er hæsta mætingarhlutfallið.

Mætingarhlutfall kjósenda af asískum uppruna og latneskum uppruna jókst einnig um 4%.

Af þeim 206 milljónum Bandaríkjamanna sem gátu kosið í kosningunum í fyrra, þar sem Barack Obama vann sögulegan sigur, voru um 146 milljónir skráðar, eða um 71%. Það er aukning um fjórar milljónir kjósenda frá kosningunum 2004. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert