Opnað fyrir þorsk á Flæmska

Aftur hefur verið opnað fyrir alþjóðlegar þorskveiðar á Flæmska hattinum.
Aftur hefur verið opnað fyrir alþjóðlegar þorskveiðar á Flæmska hattinum. mbl.is/Árni Sæberg

NAFO (Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunin) hefur ákveðið að leyfa aftur alþjóðlegar þorskveiðar á Flæmska hattinum eftir tíu ára bann. Ákvörðun um þetta var tekin á ársfundi NAFO sem haldinn var í Bergen í Noregi í síðustu viku.

Alls má veiða 5.500 tonn af þorski, að því er fram kemur í fréttatilkynningu NAFO. Ýmsar takmarkanir eru settar til að koma í veg fyrir að þessi stofn sé veiddur sem meðafli með öðrum tegundum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert