Trúður út í geim

Guy Laliberte tók nokkur trúðanef með sér út í geim.
Guy Laliberte tók nokkur trúðanef með sér út í geim. Reuters

Kanadískur milljarðamæringur, Guy Laliberte, sem stofnaði fjölleikahúsið Cirque du Soleil, lagði í morgun af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.  Laliberte er farþegi í rússnesku Sojus-geimfari sem skotið var á loft frá Kasakstan. Með í för er bandaríski geimfarinn Jeffrey Williams og rússneski geimfarinn  Maxim Surayev.

Laliberte, sem er fimmtugur, mun dvelja í geimstöðinni í tæpan hálfan mánuð.  Ekki er ljóst hvað hann greiddi fyrir farmiðann út í geim en síðasti geimferðamaðurinn, sem fór til geimstöðvarinnar, greiddi 35 milljónir dala, jafnvirði 4,4 milljarða króna.

Laliberte, sem er fyrrum eldgleypir og trúður, tók níu rauð trúðanef með sér út í geim og sagðist einnig ætla að taka með sér kímnigáfuna. „Það er allstaðar rúm fyrir húmor," sagði hann.

Laliberte er sjöundi geimferðamaðurinn, sem tekur sér far með rússnesku geimfari til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 

Geimfarinu var skotið á loft frá Baikonur geimferðastofnuninni í Kasakstan …
Geimfarinu var skotið á loft frá Baikonur geimferðastofnuninni í Kasakstan í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert