Risaskjálfti við Salómonseyjar

Frá eyjunum.
Frá eyjunum.

Fyrir stundu reið yfir jarðskjálfti sem mældist 7,2 stig á Richters-kvarðanum í nágrenni Salómonseyja í Kyrrahafinu. Ekki er vitað um tjón af völdum skjálftans á þessu stigi.

Þetta er annar skjálftinn á svæðinu á síðasta klukkutímanum að því er AFP-fréttastofan hefur eftir bandarísku jarðfræðistofnuninni.

Sá skjálfti var 5,3 stig á Richters-kvarðanum en upptök hans voru um 102 km suðaustur af eyjunni Davao.

Þá hafði AFP eftir Geoscience Australia að stærri skjálftinn myndi líklega valda smávægilegri ölduhæð í nágrenni sínu og að ólíklegt væri að hann myndi leiða til flóðbylgju utan þeirra.

Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert