Útlit fyrir uppskerubrest í Flórída

Útlit er fyrir uppskerubrest í Flórída í Bandaríkjunum en mikill kuldi hefur verið í ríkinu undanfarna daga og hefur frosið þar að næturlagi. Yfir 75% af allri appelsínuræktun í Bandaríkjunum er í Flórída og eins er mikið ræktað af sítrónum þar. Óttast appelsínubændur að tjónið sé gríðarlegt en appelsínumarkaðurinn er metinn á 9 milljarða Bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert