Telja að maður sé lifandi í rústunum

Björgunarmenn keppast núna við tímann.
Björgunarmenn keppast núna við tímann. DANIEL AGUILAR

Björgunarmenn á Haiti eru að reyna að ná manni úr rústum húss í höfuðborginni Port-au-Prince, en þeir telja sig hafa fengið ótvíræð merki um að hann sé á lífi.

„Við höfum fengið jákvæð merki um að það sé lifandi maður í byggingunni,“ sagði bandaríski slökkviliðsmaðurinn John Boyle í samtali við fréttastofu Reuters.

Maðurinn á að hafa sagt að fimm aðrir séu líka á lífi í rústum hótels og stórmarkaðar í höfuðborginni Port-au-Prince. Fyrr í dag sögðu yfirvöld á Haiti að formlegri leit að fórnarlömbum jarðskjálftans hefði verið hætt.

Ellefu dagar eru síðan jarðskjálftinn reið yfir. Búið er að bjarga 132 mönnum úr rústunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert