Írak er hættulegasta landið

Írakskar öryggissveitir hindra íranskar fjölskyldur í að hitta fólk sem …
Írakskar öryggissveitir hindra íranskar fjölskyldur í að hitta fólk sem býr í Ashraf-búðunum í Diyala héraði. Reuters

Írak er hættulegasta land í heimi hvað varðar líkurnar á að verða fórnarlamb hryðjuverka. Afganistan er í 2. sæti og Pakistan í 3. sæti. Þetta kemur fram á The Terrorism Risk Index, lista sem Maplecroft fyrirækið setur saman svo fyrirtæki geti metið áhættu fyrir fjárfestingar sínar.

Alls eru 162 lönd á listanum. Af þeim er talið að mjög mikil hætta sé á hryðjuverkum í níu löndum. Auk fyrrtalinna eru í níu efstu sætunum Sómalía (4), Líbanon (5), Indland (6), Alsír (7), Kólumbía (8) og Taíland (9). Lítil hætta er talin á hryðjuverkum á Íslandi, að mati fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert