Erlendar skuldir Afganistans felldar niður

Eiffelturninn, eitt af táknum Parísar.
Eiffelturninn, eitt af táknum Parísar.

Svonefndur Parísarklúbbur 19 landa, sem öll eru alþjóðlegur lánveitendur, tilkynntu í dag að allar erlendar skuldir Afganistans við löndin, samtals tæplega 1,1 milljarður dala eða um 140  milljarðar króna, verði felldar niður.

Ríkjahópurinn segir í yfirlýsingu, að hann hafi fellt niður samtals 585 milljóna dala tvíhliða lán landanna til Afganistan eftir að afgönsk stjórnvöld hafi heitið því að nýta það svigrúm, sem þetta veitti þeim, til að berjast gegn fátækt í landinu. 

Þá segist Parísarklúbburinn einnig hafa ákveðið að fella niður 441 milljón dala sem er framlag landanna vegna fyrirgreiðslu, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa veitt Afganistan. 

Parísarklúbburinn er óformleg samtök ríkustu þjóða heims og hefur það verkefni að fást við skuldavanda fullvalda ríkja. Samstarfsvettvangurinn spratt upp úr samvinnu vegna skuldavandræða Argentínu á sjötta áratug síðustu aldar. Frá þeim tíma hefur enginn skortur verið á verkefnum fyrir klúbbinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert