Harður jarðskjálfti í Mexíkó

San Diego.
San Diego.

Jarðskjálfti, sem mældist 7,2 stig, varð í Baja Californina í Mexíkó í kvöld. Fannst skjálftinn vel í Kalíforníu og segir  Fríða Callaghan, sem býr í San Diego, að húsgögn hafi gengið til í húsi hennar. Ekki er talið að manntjón hafi orðið eða miklar skemmdir á mannvirkjum.

Fríða segir í tölvupósti til mbl.is, að hús hennar hafi skolfið og hún hafi hlaupið út í garð með hundinn sinn. Allar myndir hafi skekkst á veggjum, það glamraði í skápum og ljósakrónur sveifluðust. Engan hafi þó sakað.

Skjálftinn fannst einnig í Los Angeles og Las Vegas í Arizona, að því er kom fram á vef Los Angeles Times. Slökkvilið í Los Angeles fékk hjálparbeiðnir vegna fólks sem lokaðist inni í lyftum sem stöðvuðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert