Nefnd rannsakar árás á skip

Undan ströndum Ísraels.
Undan ströndum Ísraels. Reuters

Ísrealar hafa tilkynnt að sjálfstæð rannsóknarnefnd með tvo erlenda fulltrúa muni rannsaka árás Ísraelshers um borð í tyrkneskt hjálparskip í byrjun mánuðarins. Átta Tyrkir létust í árásinni og einn maður með tyrkneskan og bandarískan ríkisborgararétt.

Þegar hafa Ísrealar hafnað aðkomu alþjóðlegrar rannsóknarnefndar en Michael Oren, sendiherra Ísraels í Bandaríkjunum, sagði í viðtali við Fox fréttastöðina í að Ísraelsmenn gætu og ættu rétt á því að rannsaka sinn eigin her sjálfir. Hann sagði jafnframt að Ísraelar myndu ekki biðjast afsökunar á atvikinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert