Heimild fyrir 250.000 manns

Kveikt hefur verið á kertum á vettvangi harmleiksins í Duisburg, …
Kveikt hefur verið á kertum á vettvangi harmleiksins í Duisburg, þar sem fórnarlambanna hefur verið minnst í dag. Reuters

Aðstandendur Ástargöngunnar í Duisburg í Þýskalandi, þar sem 19 manns tróðust undir í gær, höfðu aðeins heimild fyrir að taka á móti 250 þúsund manns, ekki 1,4 milljónum eins og talið er að hafi mætt til borgarinnar. Þetta kemur fram á vefsíðu tímaritsins Spiegel.

Vitnar Spiegel til skjala frá yfirvöldum í Duisburg, þess efnis að hátíðarsvæðið í vesturhluta borgarinnar geti ekki tekið við meiri mannfjölda en 250 þúsund vegna skorts á bruna- og öryggisvörnum.

Fram hefur komið að yfirvöld hafi jafnframt verið vöruð við því að Duisburg hentaði yfirhöfuð ekki fyrir jafn stóra tónlistar- og danshátíð sem Ástargangan er. Ítarleg rannsókn á slysinu er þegar hafin.

Gestir Ástargöngunnar hafa verið harmi slegnir.
Gestir Ástargöngunnar hafa verið harmi slegnir. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert