Loftslagsráðstefna í Kína

Myndin sýnir mengunarský yfir Hong Kong.
Myndin sýnir mengunarský yfir Hong Kong. Reuters

Kínversk stjórnvöld eru gestgjafar á alþjóðlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna sem hefst á morgun, mánudag. Á dagskránni eru viðræður um hvernig draga megi úr hlýnun jarðar og koma til móts við fátækari ríki svo þau geti tekið umhverfisvænni orkugjafa í notkun.

Ráðstefnan, sem fer fram í Tianjin borg, er liður í að ná markmiðum Kyoto bókunarinnar margfrægu sem rennur út árið 2012.

Kínverjar hafa aldrei áður sýnt málaflokknum jafn mikinn áhuga. Sem fjölmennasta ríki heims losar Kína langmest af gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið og ber þar höfðuð og herðar yfir önnur ríki.

Sameinuðu Þjóðirnar leggja áherslu á samvinnu ríkra og snauðra þjóða í baráttunni við aukna mengun í heiminum. Markmið Kyoto bókunarinnar náist ekki að fullu nema með samvinnu allra þjóða. 

Flest bendir til þess að meðalhiti á jörðinni hækki um 2°C á næstu árum. Slíkt er talið auka hættuna á ofsaveðrum á borð við flóðin sem hrjáð hafa Pakistan á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert