Eiginkonu Xiaobo haldið fastri

Hjónin Liu Xiaobo og Liu Xia.
Hjónin Liu Xiaobo og Liu Xia. HO

Eiginkonu nýbakaðs friðarverðlaunahafa Nóbels, Liu Xia, er nú haldið í stofufangelsi á heimili sínu, samkvæmt bandarískum mannréttindasamtökum. Eiginmaður hennar, Liu Xiaobo hefur setið í fangelsi frá því desember, en hann hvatti Kínverja til þess að berjast fyrir auknum réttindum.

„Hún er í raun í stofufangelsi í íbúð sinni í Peking,“ segir Beth Schwanke, lögfræðingur mannréttindasamtakanna "Freedom Now," Liu Xia.

Scwhank segir að í kjölfar tilkynningarinnar um að Xiaobo hafi hlotið friðarverðlaunin hafi sími eiginkonu hans verið tekinn af henni og henni tjáð að henni yrði haldið fastri. Þetta var gert í kjölfar þess að hún heimsótti eiginmann sinn og tjáði honum að hann hefði fengið verðlaunin.

„Þeir sögðu henni að farið yrði með hana í fangelsið að hitta eiginmann hennar,“ segir Schwanke.

„Þegar heim var komið var henni síðan tjáð að hún mætti ekki yfirgefa íbúð sína.“

Önnur samtök, „Mannréttindi í Kína,“ segist einnig hafa heyrt af handtöku Liu Xia. Í tilkynningu frá samtökunum hvetja þau „alþjóðasamfélagið til að þrýsta á um tafarlausa lausn Liu Xia úr stofufangelsi, lausn Liu Xiaobo, og lausn allra samviskufanga sem hafa unnið sér það eitt til saka að notfæra sér tjáningarfrelsið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert