„Skrímslið í Bolzano" lést á sjúkrahúsi

Michael Seifert, betur þekktur sem „skrímslið í Bolzano
Michael Seifert, betur þekktur sem „skrímslið í Bolzano" lést 86 ára að aldri. AP

Michael Seifert, fyrrum fangavörður úr SS-sveitum nasista, lést á sjúkrahúsi í gær 86 ára að aldri. Seifert gekk undir nafninu „skrímslið í Bolzano" og var árið 2000 fundinn sekur af ítölskum herdómstól um 11 morð í fangabúðum í Bolzano. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi, en var fluttur úr fangaklefa sínum á sjúkrahús fyrir nokkrum dögum, þar sem hann lést.

Seifert viðurkenndi að hafa verið fangavörður í Bolzano en neitaði því alla tíð að hafa tekið þátt í þeim illvirkjum sem þar viðgengust. Vitni saka hann hinsvegar um að hafa svelt fanga til bana, nauðgað og myrt þungaða konu og stungið augun úr fanga. Undir lok heimsstyrjaldarinnar geymdu fangabúðirnar fyrst og fremst Gyðinga, andspyrnumenn og flóttamenn úr þýska hernum.

Seifert, sem fæddist í Úkraínu, flýði til Kanada eftir síðari heimsstyrjöld og bjó þar undir fölsku flaggi allt fram til ársins 2002 þegar hann var handtekinn að beiðni Ítala. Hann var framseldur til Ítalíu árið 2008 og varði því síðustu æviárum sínum í fangelsi.

Seifert bjó undir dulnefni í Kanada áratugum saman en var …
Seifert bjó undir dulnefni í Kanada áratugum saman en var framseldur til Ítalíu 2008.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert