Fórnarlömbum eldgoss fjölgar

Stjórnvöld í Indónesíu segja nú, að 240 manns að minnsta kosti hafi látist af völdum eldgossins úr fjallinu Merapi á Jövu. Um 400 þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna eldgossins og hefst fólkið við í tjaldbúðum, sem reistar hafa verið. 

Stjórnvöld hvöttu fólk, sem dvelur í tjaldbúðunum, til að vitja ekki heimila sinna vegna þess að engin leið væri að spá um það hvernig eldsumbrotin muni þróast. Enn sé mikil eldvirkni í fjallinu.  

Tala látinna hækkaði vegna þess að fleiri lík fundust á svæðum þar sem glóandi heit gufuský fóru yfir 5. nóvember eftir að stærsta sprengingin til þessa varð í fjallinu.

Gosmökkurinn frá Merapi.
Gosmökkurinn frá Merapi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert