N-Kórea hótar árás

Norður-Kórea hefur hótað því að bregðast við af hörku ef farið verður inn í landhelgi þeirra, en sameiginlegar heræfingar S-Kóreu og Bandaríkjanna hófust á Gulahafi í gærkvöldi.

Heræfingarnar eiga að taka fjóra daga og á annan tug herskipa tekur þátt í þeim, þar á meðal bandaríska flugmóðurskipið George Washington.

Í síðustu viku skaut herinn í N-Kóreu yfir 200 flugskeytum á s-kóreanska eyjum. Áður hafði herinn sent frá sér viðvörun um árás vegna flotaæfinga S-Kóreu og Bandaríkjanna.

Stjórnvöld í Kína hafa einnig sent frá sér mótmæli vegna æfinga flota landanna.

„Við munum bregðast við af hörku ef landhelgi okkar er ógnað,“ segir í yfirlýsingu sem ríkissjónvarpsstöð N-Kóreu las upp í nótt eftir að heræfingarnar hófust.

Í framhaldinu voru íbúar Yeonpyeong eyju beðnir um að yfirgefa heimili sín og fara í neðanjarðarskýli. Viðvörunin var afturkölluð 40 mínútum síðar. Aðeins um 20 íbúar eru enn á eyjunni en um 1.700 íbúar bjuggu þar áður en N-Kórea gerðu árás á eyjuna í síðustu viku.

Mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga.
Mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert