Gefa grænt ljós á umdeilda hraðbraut

Umferðarteppa í Moskvuborg.
Umferðarteppa í Moskvuborg. Reuters

Rússnesk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að hraðbraut verði lögð frá Moskvu til St. Pétursborgar gegnum Khimki-skóginn, sem er skammt frá höfuðborginni. Dimítrí Medvedv, forseti Rússlands, frestaði framkvæmdunum sl. sumar í kjölfar mótmæla.

Skoðanir eru skiptar meðal almennings hvort hefja eigi framkvæmdir. Þá hefur verið ráðist á nokkra blaðamenn sem hafa fjallað um deiluna. Margir særðust alvarlega.

Vistfræðingar segja að engin almennileg umræða hafi farið fram um málið.

Rússneskir ráðherrar segja að hraðbrautin eigi að vera tilbúinn árið 2014. Skal hraðbrautin liggja samhliða tveggja akreina vegi sem liggur nú á milli borganna, en nýi vegurinn verður með mörgum akreinum í báðar áttir.

Margir hafa mótmælt þessum framkvæmdum og hefur því verið haldið fram að það megi auðveldlega breyta leiðinni þannig að vegurinn eyðileggi ekki skóginn. Skógarhögg er þegar hafið í skóginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert