Átök á hvalamiðum

Til átaka kom milli félaga í náttúruverndarsamtökunum Sea Shepherd og japanskra hrefnuveiðimanna í Suðurhöfum í morgun. Sea Shepherd-liðar köstuðu fýlusprengjum á hvalveiðimenn sem svöruðu fyrir sig með því að beita vatnsbyssum.

Sea Shepherd segja að skip samtakanna hafi viljað trufla japönsku hvalveiðimennina, sem hófu árlegar veiðar í Suðurhöfum um miðjan desember. Náttúruverndarsinnarnir hafi hins vegar ekki fundið hvalveiðiskipin fyrr en nú.

Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir að reynt verði að koma í veg fyrir að Japanar geti veitt hvali. Locky MacLean, skipstjóri skipsins Gojira, segir að sigling innan um ísjaka væri „hættulegur dans." 

Japanska sjávarútvegsstofnunin segir, að Sea Shepherd hafi notað lítinn bát til að kasta köðlum og flöskum að hvalveiðiskipunum. Með þessu hafi þeir ógnað lífi og limum veiðimannanna.

Japanskt hvalveiðiskip sprautar vatni á bát Sea Shepherd.
Japanskt hvalveiðiskip sprautar vatni á bát Sea Shepherd. Reuters
Hvalveiðiskip og skip Sea Shepherd í ísnum í Suðurhöfum.
Hvalveiðiskip og skip Sea Shepherd í ísnum í Suðurhöfum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert