Berrössuð lögreglukona hneykslar

Frá Dresden í Þýskalandi.
Frá Dresden í Þýskalandi. AP

Stytta af lögreglukonu, sitjandi á hækjum sér við þvaglát, hefur vakið mikil mótmæli í Þýskalandi.  Samtök lögreglumanna hafa fordæmt styttuna og fjöldi mótmælabréfa hefur borist safninu í Dresden, þar sem hún er sýnd.

Styttan, sem kallast „Petra“, er eftir ungan, þýskan myndhöggvara, Marcel Walldorf og hún fór á sýningu í síðustu viku. Hún er búin til úr silikoni og járni og sjá má beran afturenda hennar.

Miklar umræður hafa átt sér stað í landinu um hvað sé viðeigandi í nafni listarinnar.

Styttan hlaut 1000 evrur í verðlaun frá Leinemann listastofnuninni.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert