Páfi gerður að dýrlingi

Jóhannes Páll páfi II.
Jóhannes Páll páfi II. AP

Benedikt páfi XVI. hefur gefið út formlega yfirlýsingu um að hann viðurkenni kraftaverk sem forveri hans, Jóhannes Páll II. gerði. Þetta greiðir fyrir því að Jóhannes Páll verði gerður að dýrlingi 1. maí næstkomandi.

Þessi yfirlýsing er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að gera Jóhannes Páll að dýrlingi. Hann lést árið 2005 eftir að hafa gengt stöðu páfa í 27 ár.

Kraftaverkið sem Jóhannes Páll á að hafa unnið er að lækna franska nunnu sem þjáðist af Parkinson-sjúkdómi. Páfi þjáðist af þessum sama sjúkdómi. Nunnan segir að einkenni sjúkdómsins hafi horfið tveimur mánuðum eftir að hún og aðrar nunnur í klaustrinu beindu bænum sínum til páfa. Í tilkynningu Benedikts páfa segir að engin læknisfræðileg skýring sé á þessari lækningu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert