Afhendir WikiLeaks gögn um ætlaða skattsvikara

PETAR KUJUNDZIC

Svissneskur uppljóstrari að nafni Rudolf Elmer hyggst láta WikiLeaks í té tvo geisladiska með upplýsingum um fleiri en 2000 menn og lögaðila sem kunna að hafa svikið undan skatti. Meðal þeirra eru auðmenn, stjórnmálamenn og sjóðir frá Sviss, Bandaríkjunum og Bretlandi.

Elmer var hátt settur í Julius Bär bankanum á Cayman-eyjum. Hann hefur áður lekið upplýsingum til WikiLeaks og kemur fyrir dóm á miðvikudag vegna brota gegn bankaleynd.  

„Gögnin sýna að þeir hjúpa sig bankaleyndinni, mögulega til að komast hjá sköttum,“ sagði Elmer í viðtali við Svissneska blaðið Sonntag. Kvað hann að gögnin komi frá „að minnsta kosti þremur fjármálastofnunum og nái til tímabilsins frá 1990 til 2009.“

Gögnin verða afhent á mánudaginn á blaðamannafundi í London þar sem stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, verður viðstaddur. Gögnin verða þó ekki birt strax á síðunni þar sem fara þarf yfir gögnin og sannreyna hvort um sé að ræða skattsvik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert