Vetrarveður í Bandaríkjunum

Tugþúsunda heimila í Bandaríkjunum eru nú án rafmagns en mikið óveður er á stórum hluta landsins. Flugfélög hafa þurft að aflýsa þúsundum flugferða.

Um er að ræða eitt versta vetrarveður, sem gengið hefur yfir Bandaríkin í rúma hálfa öld og segja veðurfræðingar að nokkrir dagar gætu liðið þar til veðrinu slotar. Bylur, slydda og frostrigning hafa valdið íbúum í allt að 25 ríkjum erfiðleikum, allt frá Texas til Maine. 

Almenningur er hvattur til að halda sig heima og bíða af sér veðrið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert