Líbía lýsir yfir vopnahléi

Frá öryggisráði SÞ.
Frá öryggisráði SÞ. JESSICA RINALDI

Stjórnvöld í Líbíu hafa lýst yfir tafarlausu vopnahléi. Gagnrýna þau ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem þau segja ósanngjarna og muni auka þjáningar líbísku þjóðarinnar.

Ætla stjórnvöld að hætta öllum hernaðaraðgerðum að sögn Moussa Koussa, utanríkisráðherra Líbíu. Lýsti Kussa þeirri skoðun, að ályktun öryggisráðsins brjóti gegn stofnsáttmála SÞ en þar sem Líbýa sé aðili að Sameinuðu þjóðunum verði ríkið að fallast á ályktanir öryggisráðsins. Stjórnvöld vilji opna allar samræðuleiðir við alþjóðasamfélagið.

Stjórnarher Líbíu gerði harðar árásir á uppreisnarmenn í borginni Misrata í vesturhluta landsins í morgun. Læknir í borginni sagði að minnsta kosti sex manns hefðu látið lífið. 

Verð á Brent Norðursjávaraolíu lækkaði um 3 dali tunnan í kjölfar yfirlýsingar Líbíustjórnar og var verið 113,07 dalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert