Gríðarhár kostnaður vegna hamfaranna

Reuters

Japönsk yfirvöld áætla að tjónið af völdum náttúruhamfaranna í landinu nemi 309 milljörðum Bandaríkjadollara. Það samsvarar yfir 35.000 milljörðum íslenskra króna og er tvöfalt hærri upphæð enkostnaður vegna jarðskjálftanna í Kobe árið 1995.

Þúsundir húsa, verksmiðja, vega og annarra umferðarmannvirkja skemmdust í hamförunum. Talið er að kostnaður við endurbygginguna lækki hagvöxt í landinu um 0,5% á næstu árum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert