Fundu vopnageymslur Gbagbos

Franskir hermenn réðust gegn Gbagbo fyrr í vikunni.
Franskir hermenn réðust gegn Gbagbo fyrr í vikunni. Reuters

Franskir hermenn hafa fundið nokkrar stórar vopnageymslur á Fílabeinsströndinni sem talið er að hermenn hliðhollir Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseta landsins,  hafi notað. Gbagbo er nú í stofufangelsi á heimili sínu í Abidjan.

Vopnin voru geymd í nokkrum glæsihýsum í borginni. Fréttaskýrendur segja að gríðarlegt magn vopna hafi verið í geymslunum. Nægilega mikið til að hefja ný stríðsátök. Í geymslunum voru m.a. sprengjuvörpur, fallbyssur og eldflaugar, að því er fram kemur á vef BBC.

Franskir hermenn munu skrá vopnin og í framhaldinu afhenda þeim afrískum friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. 

Franskar hersveitir leiddu áhlaup gegn Gbagbo sl. mánudag og þvinguðu hann til að láta af völdum. Gbagbo neitaði að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember sl.

Alassane Ouattara, sem alþjóðasamfélagið viðurkenndi sem sigurvegara, hefur nú tekið við sem forseti Fílabeinsstrandarinnar.

Talið er að um 1.500 hafi fallið í átökunum sem brutust út á milli liðsmanna Gbagbos og Ouattaras og yfir ein milljón varð að flýja heimili sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert