Meiri samruni eina svarið við vaxandi þjóðernishyggju

Michel Barnier, yfirmaður málefna innri markaðsmála í framkvæmdastjórn ESB.
Michel Barnier, yfirmaður málefna innri markaðsmála í framkvæmdastjórn ESB. Reuters

Eina svarið við vaxandi þjóðernishyggju og andúð á Evrópusambandinu (ESB) er meiri samruni innan sambandsins að mati Michel Barnier sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórn ESB. Hann segir að þetta sé hugsanlega eina leiðin til þess að koma í veg fyrir stöðnun og hnignun sambandsins.

Barnier vísaði til kosningasigurs stjórnmálaflokksins Sannra Finna í Finnlandi í þessum efnum og vaxandi stuðnings í Frakklandi við National Front. Sagðist hann óttast að þegar kæmi fram á árið 2050 yrði ESB lamað af „þjóðernissinnuðu lýðskrumi og eigingirni“ sem myndi draga úr vægi sambandsins.

„Við þurfum á því að halda að þjóðirnar tryggi stuðning borgaranna við Evrópusambandið. Við þurfum á því að halda að þjóðirnar berjist gegn þjóðernishyggju,“ sagði Barnier.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert