Réðust á flota Gaddafis

Flugsveitir Atlantshafsbandalagsins, NATO, réðust á átta herskip Muammars Gaddafi í Líbíu nótt. Skipin voru við hafnirnar í Tripoli, Al Khums og Sirte og mátti sjá eld loga á skipunum og reyk leggja frá þeim.

Í yfirlýsingu frá NATO segir að árásirnar hafi verið gerðar vegna þess að Gaddafi hafi í auknum mæli notað skipin til að ráðast á borgara. Bandalagið hafi nauðsynlega þurft að bregðast við með ótvíræðum hætti.

Ennfremur segir í yfirlýsingunni að sjóher Gaddafis hafi gert sig líklegan til að ráðast á sveitir NATO og að hann hafi truflað nauðsynlegt hjálparstarf fyrir Líbíumenn.

Frá höfninni í Trípoli í nótt.
Frá höfninni í Trípoli í nótt. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert