Var skotinn og grafinn en lifði það af

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Maltneskur hundur gekk í gegnum hörmulega lífreynslu á dögunum. Embættismenn fundu hann í kjölfar þess að hafa fengið tilkynningu um þrjá hunda sem farið hefði verið illa með í bænum Birżebbuġa. Þegar þeir komu á staðinn heyrðu þeir hljóð í hundi og gengu á það. þegar þeir lyftu upp tréplanka sem lá á jörðinni sáu þeir í nef á hundi sem stóð upp úr jörðinni. 

Þeir grófu upp hundinn í snarheitum og sáu þá að hann hafði verið bundinn á öllum fótum og skotinn í höfuðið. Hundinum var komið á næsta sjúkrahús þar sem fjarlægðar voru 40 blýkúlur úr höfðinu á honum. Hundurinn, sem fengið hefur nafnið Star eða Stjarna, er nú að jafna sig á sjúkrahúsinu en fjölmargir hafa haft samband við starfsfólkið og óskað eftir því að taka hann að sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert