Sá 11 ára dreng biðja sér griða

Kona horfir í átt að Utøya.
Kona horfir í átt að Utøya. Reuters

Ungmennin, sem sluppu lifandi frá skotárásinni á Utøya, hafa mörg rætt við norska fjölmiðla í dag.

Einn þeirra, Adrian Pracon, sagði í viðtali við norska ríkisútvarpið, NRK, að hann hefði séð 11 ára gamlan dreng biðja sér griða.  Hefði hann sagt við morðingjann, að pabbi hans væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja: „Ekki skjóta," sagði drengurinn og honum var þyrmt.

„Kannski fann hann fyrir samúð, ég veit það ekki, sagði Pracon. 

Sjálfur sagðist Pracon hafa lagst til sunds en fljótlega gert sér grein fyrir því að of erfitt yrði að synda frá eyjunni til fastalandsins. Hann snéri þá við og sá morðingjann standa á klettunum og hrópa að allir myndu deyja. Hann hefði síðan skotið á fólk í vatninu. Sagðist Pracon hafa séð vatnið litast rauðu.

Pracon sagðist hafa verið aðframkominn og hafa fengið vatn í lungun. Hann sá manninn miða á sig byssu og hrópaði til hans að skjóta ekki. Morðinginn hefði staðið kyrr nokkra stund en síðan látið byssuna síga og ekki skotið. Pracon sagðist ekki vita ástæðuna en hugsanlega hafi morðingjanum, Anders Behring Breivik, ekki fundist taka því að skjóta á einn mann heldur viljað skjóta á hópa.

Frétt NRK

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert