Aftöku Davis frestað

TAMI CHAPPELL

Aftöku Troys Davis hefur verið frestað um ótilgreindan tíma á meðan Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur fyrir kröfu lögmanna hans um að fella niður dauðarefsinguna.

Þetta var tilkynnt skömmu áður en taka átti Davis af lífi og gætti nokkurs misskilnings meðal ættingja og stuðningsmanna hans sem biðu fyrir utan fangelsið í Jackson í Georgíu. Töldu margir að Hæstiréttur hefði þegar tekið ákvörðun um að fella dauðarefsinguna niður og urðu því mikil fagnaðarlæti. Fljótlega kom þó í ljós að svo var ekki.

Fram að þessu virtist óumflýjanlegt að Davis yrði tekinn af lífi, þar sem kröfum lögmanna hans hafði verið hafnað á öllum öðrum dómstigum.

Fjöldi mótmælenda hefur safnast saman fyrir utan fangelsið í Jackson, og fyrr í kvöld kom þangað hver rútan á fætur annarri með stuðningsmenn Davis úr heimabæ hans, Savannah, innanborðs. Segja þeir að um morð sé að ræða, ekki aftöku.

Troy Davis
Troy Davis
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Sigurður Haraldsson Sigurður Haraldsson: Gott.
  • Engin mynd til af bloggara Vilborg Eggertsdóttir: :)
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert