Líklegastur til að vinna Obama

Ron Paul

Í nýlegri skoðanakönnun Harris Interactive er Ron Paul, einn af forsetaefnum Repúblikanaflokksins, með meira fylgi á landsvísu en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.

Niðurstaðan er ekki einsdæmi en Paul sem er þingmaður frá Texas hefur verið að mælast með sambærilegt eða meira fylgi á landsvísu en sjálfur forsetinn. Í Gallup-könnun sem gerð var 17. til 18. ágúst munaði ekki nema tveimur prósentustigum á Paul og Obama.

Ron Paul hefur notið mikilla vinsælda meðal ungs fólks í Bandaríkjunum fyrir harða afstöðu sína gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Þá hefur hann lagt til að bandaríski seðlabankinn verði lagður niður og að ríkið taki upp gullfót að nýju. Hann hefur varað við skuldasöfnun bandaríska ríkisins og er einn fárra þingmanna sem gagnrýnt hafa peningamálastefnu Bandaríkjanna undanfarna áratugi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert