„Hataðasti maður Íslands“

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson Ásdís Ásgeirsdóttir

Mest lesna fréttin um þessar stundir á vefsíðu spænska dagblaðsins El País fjallar um Björgólf Thor Björgólfsson og ber yfirskriftina „Hataðasti maður Íslands“.

Þar er saga Björgólfs rakin og sagt að hann hafi verið fyrsti milljarðamæringurinn í sögu landsins og sem slíkur dáður af landsmönnum. Nú sé hann hinsvegar tákngervingur græðginnar sem olli gjaldþroti landsins.

Þeir sem skilja spænsku geta skoðað greinina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert