Stærsta pöntun sögunnar

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Reuter

Flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag að samið hefði verið um stærstu pöntun farþegaflugvéla í sögunni en indónesíska flugfélagið Lion Air hefur pantað 230 vélar frá framleiðandanum fyrir um 21,7 milljarða dollara.

Um er að ræða 201 737 MAX-vélar og 29 737-900 ER-vélar. Í samningnum er einnig ákvæði sem kveður á um möguleg kaup á 150 vélum til viðbótar og yrði þá heildarverðmæti samningsins 35 milljarðar dollara.

Skrifað verður undir samninginn á Balí á morgun og verður forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, viðstaddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert