Pútín spáð helmingi atkvæða

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands.
Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Reuters

Samkvæmt nýjustu tölum skoðanakannana virðist sem flokkur Vladimirs Pútín, forsætisráðherra Rússlands, verði sigurvegari þingkosninganna þar í landi með 48,5 % atkvæða. Þá er spáð að kommúnistaflokkurinn komi næstur með 19.8% atkvæða.

Ef það verður niðurstaðan tapar Pútín miklu fylgi, en hann var með 64% fylgi í kosningunum árið 2007. Þingmannafjöldi flokksins færi úr 315 í 220 af 450.

Þingkosningarnar hófust í gærkvöldi. Skoðanakannanir hafa flestar sýnt að flokkur Pútín fái meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert