Kim Jong-il látinn

Þula norður-kóreska ríkissjónvarpsins sagði Kim Jong-il hafa gengið of nærri …
Þula norður-kóreska ríkissjónvarpsins sagði Kim Jong-il hafa gengið of nærri sér í líkamlegri og andlegri vinnu. reuters

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er látinn á sjötugasta aldursári. Hann hafði stjórnað landinu frá því hann tók  við af föður sínum, Kim Il-sung, árið 1994. Landsmenn hafa verið hvattir til að fylkja sér um son hans, Kim Jong-un.

Tilkynnt var í morgun um andlátið í norður-kóreska sjónvarpinu. Þula í sorgarklæðum sagði hann hafa látist af völdum of mikillar líkamlegrar og andlegrar vinnu. Hann hafi gengið of nærri sér í störfum og látist í járnbrautarlest í heimsókn í nágrenni höfuðborgarinnar Pyongyang. Ríkisfréttastofan KCNA sagði síðar að banameinið hafi verið hjartaáfall.

Kim hlaut heilablóðfall árið 2008 og sást ekki lengi á almannafæri. Hann hafði útnefnt Kim Jong-un, þriðja son sinn, sem arftaka sinn á valdastóli en hann er á þrítugsaldri. Fréttastofan KCNA hvatti í morgun þjóðina til að sameinast að baki honum.

„Allir flokksmenn, hermenn og alþýðan ættu að fylgja leiðsögn félaga Kim Jong-un af dyggðasemi og vernda og styrkja enn frekar hina sameinuðu forystusveit flokksins, hersins og almennings,“ sagði KCNA.

Útför Kim Jong-il verður gerð í Pyongyang 28. desember og hefur þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu til 29. desember.

Frá hátíðarhöldum á afmælisdegi Kim Jong-il í Pyongyang.
Frá hátíðarhöldum á afmælisdegi Kim Jong-il í Pyongyang. reuters
Kim Jong-un, verðandi leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, verðandi leiðtogi Norður-Kóreu. reuters
Frá hersýningu í Norður-Kóreu.
Frá hersýningu í Norður-Kóreu. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert